Viðfangsefni:
Þegar tennur slitna og slit nær í gegnum glerunginn verður tannbeinið bert. Tannbeinið tekur í sig lit og slitnar hraðar en glerungurinn.
Meðferð:
Viðbótum var bætt neðan á tennur til að hylja tannbein og koma í veg fyrir frekara slit á tönninni. Viðbæturnar eru settar án þess að taka af eigin tönn, meðferðin er fyrst og fremst hugsuð sem forvarnameðferð en að sjálfsögðu er útlitslegur ávinningur mikill. Meðferð til framtíðar er svo að viðhalda þessari stærð tanna því slit heldur áfram.
Viðfangsefni:
Bros okkar er samspil tanna, tannholds og vara. Það truflar suma að sýna mikið tannhold í brosinu en nokkrar ástæður geta verið fyrir gómbrosi.
Meðferð:
Í þessu tilviki huldi tannholdið of stóran hluta af krónu tannarinnar. Þegar það var fjarlægt kom krónan betur í ljós. Í brosinu sést þá meira af tönnum og minna af tannholdi.
Viðfangsefni:
Hvernig við sjáum liti og form er upplifun, stundum þarf ekki að breyta miklu til að upplifunin verði önnur.
Meðferð:
Í þessu tilviki voru kantar neðri góms tanna lagaðir og upplifunin af skekkjunni minnkaði. Bitálag er mikið á þessu svæði og viðhald á þessari meðferð getur verið töluvert.
Viðfangsefni:
Þeir sem eru með mjög slitnar tennur hafa oft tapað bithæð. Þá þarf að hækka bitið svo hægt sé að endurheimta stærð framtanna.
Meðferð:
Hér var bitið hækkað með því að endurnýja fyllingar á jaxlasvæði og tannlitað fyllingarefni notað til að byggja upp framtennur. Þessi meðferð var valin fram yfir aðrar svo ekki þyrfti að fjarlægja frekari tannvef af illa slitnum tönnum.
Notast var við tannlitað fyllingarefni umfram postulín því hætta var á broti hjá viðkomandi. Auðveldara og ódýrara er að viðhalda þeirri meðferð.
Viðfangsefni:
Þegar tennur okkar fara að eldast myndast sprungur í glerungnum og geta þær þá tekið lit.
Meðferð:
Þessum lit er nánast ómögulegt að ná burt með lýsingu. Því verðum við að hreinsa litinn upp með verkfærum og bæta sprunguna með tannlituðu fyllingarefni eins og gert var í þessu tilviki.
Viðfangsefni:
Oft er minnsta meðferðin besta meðferðin, það er ekkert betra en eigin tennur. En stundum verður maður að ganga lengra ef fullnægjandi árangur næst ekki með einfaldari lausnum.
Meðferð:
Í þessu tilviki voru tennur krýndar, það var talin besta og varanlegasta meðferðin fyrir þennan einstakling.
Viðfangsefni:
Margt hefur breyst í efnisvali á síðustu 20 árum og gamlar krónur geta verið mjög áberandi.
Meðferð:
Í þessu tilviki var gömul króna endurnýjuð og skiptir þá efnisval öllu máli.
Viðfangsefni:
Margir eru með eina dökka tönn og er algeng ástæða sú að búið er að rótfylla viðkomandi tönn með þeim afleiðingum að tönnin dökknar. Stundum er hægt að ná góðum árangri með því að lýsa þessa tennur en oft þarf frekari meðferð.
Meðferð:
Hér var um rótfyllta tönn að ræða og var postulínsskel sett framan á dökku tönnina sem viðbót. Þetta er í sumum tilvikum besta leiðin til að fá góðan og stöðugan lit.
Viðfangsefni:
Með aldrinum slitna tennur, þær dökkna, almenn eyðing á sér stað, bein rýrnar og tannhold hörfar. Almenn eyðing gerist með þeim hætti að að glerungur þynnist og tónusinn í vörinni minnkar. Við sýnum minna af efri góms tönnum og meira af neðri góms tönnum með aldrinum.
Við reynum að vinna á móti þessari þróun.
Meðferð:
Hér voru notaðar postulínsskeljar til að yngja útlit tanna. Postulínsskeljar eru dýrari en skeljar úr tannlituðu fyllingarefni en endingin er töluvert lengri. Eiginleikar postulíns eru slíkir að minna fellur á það en eigin tennur og tannlitað fyllingarefni. Þar af leiðandi varðveitist litur þess mjög vel.
Viðfangsefni:
Lítil atriði geta breytt miklu, stundum þarf bara litla breytingu til að breyta miklu.
Meðferð:
Hér var bili lokað með tannlituðu fyllingarefni og tók meðferðin um 40 mín.
Þetta er ódýr og einföld meðferð sem getur oft skilað miklu fyrir viðkomandi.
Viðfangsefni:
Bil milli tanna getur stundum truflað fólk.
Meðferð:
Í þessu tilviki voru mið-framtennur færðar saman og hliðartennur stækkaðar með viðbótum úr tannlituðu fyllingarefni. Til þess að halda eðlilegu útliti skiptir hlutfall framtannanna lykilmáli.
Viðfangsefni / vandamál:
Lágt sýrustig í munni í langan tíma veldur glerungseyðingu. Eyðingin getur m.a. verið vegna súrra drykkja, gosdrykkja eða bakflæðis, eins og hér. Tennurnar höfðu leyst upp og bithæð minnkað.
Meðferð:
Meðferðin hér fólst í því að byggja allar tennur upp og hylja tannbeinið með tannlituðu fyllingarefni. Fyllingarefnið hefur betra viðnám gegn sýrunni og leysist þar af leiðandi ekki upp, líkt og tönnin.
Markmið meðferðar:
Bæta útlit, endurheimta bithæð og fá efni yfir tennur sem hefur betra viðnám gegn sýru.
Viðfangsefni:
Þegar tennur eldast geta þær slitnað mishratt eftir bitmynstri, með þeim afleiðingum að tennur verða missíðar. Þetta er sérstaklega áberandi ef um mið-framtennur er að ræða.
Meðferð:
Þessi meðferð felst í viðbótum úr tannlituðu fyllingarefni sem bætt er neðan á tennurnar og sídd þeirra jöfnuð. Hér voru tennur einnig breikkaðar til að loka bilinu í miðjunni. Þetta gefur heillegar tennur og unglegra bros. Eitt hlutverk viðbótanna er að verja tennurnar fyrir frekara sliti.
Viðhald:
Viðbæturnar koma svo til með að slitna við notkun líkt og eigin tennur gerðu en þá er meðferðin endurtekin.
Viðfangsefni:
Þegar tennur eru orðnar mjög mislitar vegna mismunandi fyllingarefna og littöku fæst oft ekki fallegt útlit nema með skeljum eða krónum.
Meðferð:
Hér var ákveðið að gera skeljar úr tannlituðu fyllingarefni til að bæta útlit, spara tannvef og kostnað. Hér er ekkert tekið af eigin tönn, einungis bætt við. Þannig reynum við að varðveita sem mest af eigin tönn.
Viðhald:
Viðhald á skeljum úr tannlituðu fyllingarefni er auðvelt en áætlaður endingartími á þeim er ekki eins langur og á postulínsskeljunum. Skeljar úr tannlituðu fyllingarefni eru þó mun ódýrari og meðferðin tekur styttri tíma.
Viðfangsefni:
Oft er hægt að gera einfaldar aðgerðir til að láta bros líta betur út án þess að ganga alla leið þegar það er ekki hægt. Hér voru krónurnar misháar og eitthvað sem getur truflað en ákvörðun var tekin um að fyrsta skref yrði frekar að laga aðlægar tennur því efri hluti mið-framtanna sést ekki í brosinu.
Meðferð:
Meðferð var lokið í einni heimsókn. Seinna er svo hægt að skipta út krónunum í miðjunni, gera þær líkari hvorri annarri og um leið raunverulegri.
Viðfangsefni:
Þegar verið er að smíða krónur á mið-framtennur er gríðarlega mikilvægt að þær hafi sömu tannholdslínu því annars vekur það athygli og krónurnar verða áberandi.
Meðferð:
Það á við í þessu tilviki og þess vegna voru krónurnar endurnýjaðar og reynt að skapa raunverulegra útlit. Viðbætur úr tannlituðu fyllingarefni voru settar á augntennur og hliðarframtennur.
Viðfangsefni:
Þegar ein tönn er innar en hinar getur fallið skuggi á hana, þessi skuggi skapar upplifun af tannlausu bili. Nokkrar leiðir eru færar til að laga svona skekkjur.
Meðferð:
Í þessu tilviki var skel úr tannlituðu fyllingarefni bætt framan á viðkomandi tönn og við það varð tönnin sýnilegri. Einföld og ódýr meðferð.
Viðfangsefni:
Litur og form tanna skiptir miklu máli. Hér var meðfædd tannvöntun, hliðar-framtönn vantaði og augntönn er komin í hennar stæði. Mið-framtennur eru dekkri en aðrar tennur í munninum og halla inn á við.
Meðferð:
Viðbót var sett á augntönn til að líkja eftir hliðar-framtönn, skeljar á mið-framtennurnar til að lýsa, laga stöðu þeirra og form. Allt var þetta unnið úr tannlituðu fyllingarefni án þess að taka af eigin tönn.
Viðfangsefni:
Þegar kantar efri góms tanna ná ekki út fyrir tennur neðri góms verður slitið á framtönnum oft verulegt. Í þeirri stöðu er ekki hægt að bæta neðan á þær. Ef ekkert er gert heldur slitið áfram og tannholdið verður meira áberandi í brosinu.
Meðferð:
Hér var tekið af tannholdinu og efri góms tönnum hliðrað fram fyrir neðri góms tennurnar með skeljum úr tannlituðu fyllingarefni.
Með skeljunum var einnig hægt að jafna og lýsa litinn. Áætlaður endingartími er um 4-6 ár.
Viðfangsefni:
Ein skökk framtönn.
Meðferð:
Í þessu tilviki var notaður gómur í 16 vikur og í lok meðferðar voru viðbætur úr tannlituðu fyllingarefni notaðar til að laga slit og jafna kantana. Til viðhalds er stutt við tennurnar með vír sem límdur er aftan á þær og viðheldur hann nýju stöðunni.
Lítil breyting getur oft gert mikið fyrir brosið.
Viðfangsefni:
Skakkar framtennur
Meðferð:
Hér voru notaðar glærar skinnur til að minnka skekkjurnar, meðferðin tók 18 vikur. Tennurnar voru lýstar og stærð þeirra jöfnuð með viðbótum. Vír var settur aftan á tennurnar til að viðhalda stöðu þeirra.
Viðfangsefni:
Mjög algengt er að slit sjáist á mið-framtönnum, þetta eru þær tennur sem eru mest áberandi í munninum. Okkur finnst mjög mikilvægt að auka ekki á eyðingu tanna með því að taka af tönnum sem eru slitnar fyrir og veljum því að bæta á þær til að varðveita það sem eftir er af tönninni.
Meðferð:
Í þessu tilviki voru viðbætur settar á miðframtennurnar og reynt var að endurheimta fyrra útlit.
Viðfangsefni:
Oft er erfitt að eiga við lit á einni dökkri tönn, og eiga þær til að dökkna aftur.
Meðferð:
Hér var tönn lýst með heimalýsingu í 4 vikur. Viðbætur voru settar á tennur og tannhold var aðlagað. Til að viðhalda þessu útliti þarf að skerpa á lýsingunni og bæta á slitfleti eftir þörfum.
Viðfangsefni:
Mjög algengt er að slit sjáist á mið-framtönnum. Þetta eru þær tennur sem eru mest áberandi í munninum. Okkur finnst mjög mikilvægt að auka ekki á eyðingu tanna með því að taka af tönnum sem eru slitnar fyrir. Því veljum að bæta á þær til að varðveita það sem eftir er af tönninni.
Meðferð:
Í þessu tilviki voru viðbætur settar á mið-framtennurnar og reynt að endurheimta fyrra útlit.